4. nóvember 1979 réðust Íranskir uppreisnarmenn í Bandaríska Sendiráðið og héldu þar Bandaríkjamönnum skout í gíslingu í 444 daga. Ástæðan á bak við árásina voru mótmæli Írana við að Bandaríkin gáfu fyrrverandi einræðisherra landsins, Mohammad Reza Pahlavi , skjólhús. skout Sex einstaklingar náðu að komast úr sendiráðinu í tæka tíð og földu sig í Kanadíska Sendiráðinu (og hjá öðrum sem tengdust skout því sendiráði). Eftir langar viðræður hvernig á að koma þeim úr landinu var ákveðið að Tony Mendez , meðlimur CIA sem sérhæfði sig í smygli, með hjálp frá Kanada og einstaklingum frá Hollywood, mundi fara til landsins og reyna að gabba Íranska eftirlitið að hann og hinir sex séu kanadísk kvikmyndafólk í leit að tökustöðum.
Þetta er einföld útgáfa af forsendu myndarinnar Argo , og áreiðanlega eini hluti myndarinnar sem hægt er að segja að fylgir raunverulegu atburðunum mjög vel. Eftir því sem líður á myndina fer hún í aðeins öðruvísi átt heldur skout en það sem gerðist í alvörunni. En þar sem þetta er einungis byggt á raunverulegum atburðum, þá þurfti kannski að breyta nokkrum hlutum svo þetta mundi virka betur þegar kemur að strúktúr, þróun eða andrúmslofti. Og á meðan hún hefur verið gagnrýnt skout fyrir sitt hvað af breytingunum, þá virkar skout myndin vel ef það er ekki horft á hana sem nákvæm aðlögun af þessu máli.
Langflest við myndina gengur vel upp. Það fyrsta sem hægt er að minnast á er handrit myndarinnar, eftir Chris Terrio . Myndin hefur marga karaktera og nýtir skjátíma flestra vel, plön myndarinnar eru nákvæm og komast vel til áhorfandans, ádeilurnar eru kjarkaðar (myndin er ekkert að fela þá staðreynd að CIA hjálpaði Pahlavi að komast til valda), uppbyggingin að lokahluta myndarinnar er vel sett upp og ég var hissa hversu fyndin myndin var.
Ben skout Affleck hefur haft frekar litríkan feril. Frá því að leika fávitann í Dazed And Confused , til samstarf hans við Kevin Smith , til Óskarinn fyrir handritið af Good Will Hunting , til slappra frammistaða eftir aðra í byrjun 21. aldarinnar og til öflugrar enduruppgötvun við leikstjórn. Argo er þriðja myndin hans, en hinar tvær eru Gone Baby Gone og The Town . Með þessar þrjár myndir á bak við sig er öruggt að segja að þetta sé rétta starfið fyrir hann. Leikstjórnin hans í Argo er hans besta eins og er. Athyglin tapast ekki í neinu atriði, spennan er þung og hann nær góðum frammistöðum frá leikhópnum. Dramað var aldrei eins mikið í raunveruleikanum en með svona leikstjórn á bak við sig er erfitt að segja að myndin hefði orðið betri með meiri áherslu á það sem raunverulega gerðist.
Auk þess að leikstýra þá er hann í aðalhlutverki myndarinnar og stendur sig vel. Affleck skout hefur aldrei verið mjög góður í hlutverkum sem krefjast mikilla tilfinninga en sem lágstemmdur einstaklingur sem notast við orð heldur en styrk raddar virkar skout hann vel, fyrir utan að hann er að leika einstakling sem var latino í raunveruleikanum.. Alan Arkin og John Goodman eru frábærir sem Hollywood-teymi myndarinnar og koma saman með stóran hluta af húmornum í myndina og fá líka smáskerf af ádeilu skout myndarinnar. Bryan Cranston hefur verið í fáranlega mörgum hlutverkum undanfarin tvö ár og er frammistaða hans hér sú langbesta síðan Drive . Önnur hlutverk eins og sexmenningarnir og nokkur cameo innihalda líka góðar frammistöður.
Spennan í myndinni byggist að mestu leiti á leikaranna, litlu möguleikanna skout að þessi áæltun eigi eftir að ganga, nokkrum af tæknilegu hliðum myndanna, eins og frábærri kvikmyndatöku og klippingu, og skort á tíma. Reyndar fer Affleck aðeins of langt þegar kemur að lokahluta skout plansins, reyndar skout það langt að einn af hlutunum er ég frekar viss um segir skítt við eðlisfræði, sem er ferlega leiðinlegt fyrir mynd sem notast að mestu leiti við raunhæfa hluti til að skapa andrúmsloft sitt.
Ben Affleck veit samt sem áður hvað hann er að gera og ég er strax farinn að hlakka til hvað hann mun gera næst (sem mun líklegast vera aðlögun af The Stand eftir Stephen King ). Hann hefur þroskast vel sem leikari og stendur sig aftur vel þegar hann sér líka um leikstjórn. Argo er ekki hans besta mynd en þessi virði að sjá.
Nafn (krafist)
Sarpur mars 2014 febrúar 2014 janúar 2014 desember 2013 nóvember 2013 október 2013 september 2013 ágúst 2013 júlí 2013 júní 2013 maí 2013 apríl 2013 mars 2013 febrúar 2013 janúar 2013 desember 2012 nóvember 2012 október 2012 september 2012 ágúst 2012 júlí 2012 júní 2012 Top Posts & Pages The Grand Budapest Hotel (2014)
%d skout bloggers like this:
No comments:
Post a Comment